Skrítin verðlagning
Ég var í DK fyrir stuttu og við fórum í Fields(verslunarmiðstöð á Amager). Á efstu hæð er leiksvæði fyrir börn. Klukkutíminn kostar 25DKR fyrir börnin. Þetta er snilldarstaður, þar sem hægt er að láta börnin leika sér á meðan fullorðnir geta fengið sér öl, mat og aðra hressingu. Við Elsa sem sagt fórum með Ara þarna og ég náði í tvo öllara og var þetta hin mesta skemmtun. Þetta var reyndar smá puð fyrir okkur, því við þurftum að elta Ara Þröst í smá ævintýrahúsi(mjög flott hús, með rennibrautum, boltum, keilum og mörgu öðru sniðugu fyrir börn). En þegar kom að brottför, var stráknum mútað með ís og við meira en tilbúin að greiða aðeins 25DKR fyrir svona mikla skemmtun sem Ari fékk á þessum klukkutíma. En nei nei, vinsamlegast greiðið 125 DKR fyrir þetta. Þá þurftum við sem sagt að greiða fyrir veru okkar líka, 50DKR á kjaft. Af hverju að greiða fyrir okkur? Við gerðum ekkert nema að horfa á strákinn leika sér. Ég hefði alveg getað verið án svitans sem ég uppskar í eltingarleiknum við strákinn. En þessi pæling á sér undanfara.....
... á Íslandi er staður sem rukkar á svipaðan hátt. Þessi staður er hinn vinsæli og frábæri Fjölskyldu- og húsdýragarður. Þar fá börnin frítt inn og foreldrarnir borga. En hvað er ég svo að pæla? Jú, ég er ekki að fara í húsdýragarðinn fyrir mig, ég er ekki að fara á leiksvæði fyrir mig, þetta er allt fyrir Ara Þröst. Því skyldi ég þurfa að borga fyrir mig en ekki hann. Mér liði mikið betur með að borga eitt og hálft verð fyrir Ara Þröst og ég fengi frítt. Sama kerfi mætti leiksvæðið á Fields koma sér upp.
Gaman væri að heyra ykkar skoðun
Arnar
p.s. Bridge-landsliðið er í 4.sæti í evrópumótinu sem er í Póllandi ;-)
