6 days in paradise
Í Danmörku eyddum við 6 dögum hjá Kristínu og Kára í Álaborg og 4 dögum í Köben. Í stuttu máli, hefðum við frekar átt að eyða enn meiri tíma hjá Kristínu og Kára, því það var rosalegt fjör og allir skemmtu sér vel þar. Ari lék sér mikið við Christófer og Victor Kára. Victor og Ari áttu reyndar aðeins betur saman. Það voru því mikil vonbrigði þegar komið var til Köben og engir strákar til að leika við. Við Elsa skemmtum okkur svo líka vel hjá þeim Kára og Kristínu, þar sem við spiluðum Catan og Buzz eins oft og við gátum. Skemmtilegt að segja frá því að 3 sigrar bættust í sigrasafnið mitt.... Kári og Kristín eru verðugir spilarar og synd að þau skuli vera búsett í DK, við eigum mikið sameiginlegt(spilum Buzz og Catan!!!). Þau kynntu okkur svo fyrir Borgum og Riddurum, sem er algjör snilldarviðbót við fjögurra manna upprunalegu útgáfuna. Nú viljum við bara spila Borgir og Riddara. Þeir sem gefa sig fram í spil vita númerið hjá okkur Elsu. Kári og Kristín voru sannarlega höfðingjar heim að sækja, elduðu og stjönuðu við okkur eins og við værum hefðafólk. Húsnæðið hjá þeim er einkar glæsilegt, enda leigja þau hjá bæjarstjóranum, sem síðan býr í næstu íbúð.
Best að hafa þetta ekki lengra í bili.
Best að hafa þetta ekki lengra í bili.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home