January 07, 2007

1. árs ammæli

Nú er ég búinn að vera með bloggsíðu í eitt ár. 28 færslur hafa litið dagsins ljós.

Þetta hófst allt saman með áskorun og ákveðnum kaflaskilum. Þrítugsaldurinn færðist yfir með tilheyrandi glensi félaganna. En svo fóru þeir á fertugsaldurinn og hefndist þeim fyrir þeirra glens. Aðrir fá sinn skammt þegar þeirra tími kemur!!!

Annars héldum við Elsa upp á 31. dag ævi minnar með því að skreppa á Lækjarbrekku. Þann stað mæli ég eindregið með. Við fengum okkur sitthvora réttina. Elsa bragðaði á humarveislu, sem samanstóð af frábærri humarsúpu, þeirri bestu sem við höfum smakkað. Í aðalrétt fékk hún þrjár tegundir af humar, djúpsteiktan(sístur af þeim þremur sem hún fékk), í tartalettu með grænmeti og sósu(virkilega girnilegt og bragðgott, kom sérstaklega á óvart hvað aspars kom vel út með þessum rétti) og svo var það grillaðir humarhalar(sem var langbesti rétturinn, heppnaðist eins og best verður á kosið).
Ég lagði í 4 rétta val kokksins á forrétti. Það samanstóð af lambatrufflé(of sætt með lambi fyrir minn smekk), hörpuskel(klikkar aldrei), reiktur lax(góður, en mjög plain) og svo hreindýra carpaccio(virkilega gott með kettasalati og sjávarsalti). Í aðalrétt fékk ég svo hreindýrasteik. Hún var sérlega bragðgóð og var vel úti látin eins og flestir af þeim réttum sem við fengum. Það fór á endanum þannig að ég leyfði helmingi af mínum rétti og Elsa kláraði um 3/4 af sínum, ég kláraði svo hennar disk, til að fá smakk.
Í eftirrétt fékk Elsa sér ís og ég djúpsteiktan camembert(sem var óvenjulega gott).
Þjónustan var einnig frábær. Af 5 stjörnum segi ég að Lækjarbrekka fái 4,5.
Hefði ekki getað hugsað mér betri stað til að halda uppá ammlið mitt.

1 Comments:

Blogger Dr. Hannes Hafsteinsson said...

Til hamingju með 31 árs afmælið :)

1:33 PM  

Post a Comment

<< Home