Matvælaverð og brúðkaup
Matvælaverð
Ísland í dag var með athyglisverða könnun sem þeir sögðu frá á föstudaginn. Þar báru þeir saman matarverð, miðað við lækkun, við matarverð í öðrum löndum og sögðu að þessi lækkun væri bara dropi í hafið. Þetta finnst mér ekki rétt. Ég væri til í að reikna út hlutfall meðallauna og meðalverð matarkörfu. Svo bera þetta hlutfall við sambærilegt hlutfall annarra landa, þá ættum við að fá út stöðu matvælaverðs á Íslandi miðað við önnur lönd.
Brúðkaup
Nú stendur yfir undirbúningur á brúðkaupi okkar Elsu, sem verður 21.júlí 2007. Við höfum ákveðið kirkju, Leirá(þar sem mamma ólst upp og amma býr í dag). Svo erum við að skoða staði sem koma til greina undir veisluna. Á bloggsíðu Elsu verða nýjar upplýsingar um skipulag brúðkaupsins. www.elsamagga.blogspot.com.
Ble í bili
Ísland í dag var með athyglisverða könnun sem þeir sögðu frá á föstudaginn. Þar báru þeir saman matarverð, miðað við lækkun, við matarverð í öðrum löndum og sögðu að þessi lækkun væri bara dropi í hafið. Þetta finnst mér ekki rétt. Ég væri til í að reikna út hlutfall meðallauna og meðalverð matarkörfu. Svo bera þetta hlutfall við sambærilegt hlutfall annarra landa, þá ættum við að fá út stöðu matvælaverðs á Íslandi miðað við önnur lönd.
Brúðkaup
Nú stendur yfir undirbúningur á brúðkaupi okkar Elsu, sem verður 21.júlí 2007. Við höfum ákveðið kirkju, Leirá(þar sem mamma ólst upp og amma býr í dag). Svo erum við að skoða staði sem koma til greina undir veisluna. Á bloggsíðu Elsu verða nýjar upplýsingar um skipulag brúðkaupsins. www.elsamagga.blogspot.com.
Ble í bili

3 Comments:
Svo má ekki gleyma að könnunin var gerð í Hagkaup, sem er ekki svo ódýr. Veit ekki reyndar í hvaða þjónustustigi og gæðum danska búðin var í.
Ég held að þú sért að meina sömu könnun og ég er að vitna í. Þeir hjá NFS, Stöð2 eða hvað þeir heita nú í dag!!! gerðu þessa könnun með einhverjum aðstoðamanni sem þeir tala alltaf við á föstudögum. Það var einmitt þessi aðstoðamaður sem sagði að þetta væri bara dropi í hafið. Ég fékk mikinn kjánahroll þegar ég hlustaði á þennan annars ágæta mann.
Já þetta er algjörlega rétt hjá þér Arnar. Auðvitað verður að taka tillit til kaupmáttar launa þegar verðlag er skoðað. Hinsvegar eru meðaltöl villandi í þessu samhengi enda er tekjudreifni töluvert minni í t.d. Danmörku en á Íslandi.
Og að bera saman einungis tvær búðir nær auðvitað engri átt, ég held þú hafir hitt naglan á höfuðið með kjánahroll.
Post a Comment
<< Home