Brekkuselsfjölskyldan að breytast í .....
Tók smá pásu í skrifum vegna anna í vinnunni og heima fyrir.
Nú eru smá breytingar í vændum hjá okkur í Brekkuseli.
Mánudaginn 4. des sá Elsa auglýsingu á mbl.is/fasteign. Þar sá hún íbúð sem verður afhent í sept/okt. Við kíktum á málið og ég hringdi í Húsavík(fasteignasöluna), þá var íbúðin seld. Við erum að tala um ódýrar íbúðir miðað við fermetra. Við skoðuðum aðrar íbúðir og ákváðum að tékka á tveimur 4ra herbergja íbúðum. Önnur var seld þegar við sendum fyrirspurn og þá var bara efsta hæðin eftir. Eftir smá umhugsun ákváðum við að senda inn kauptilboð, sem var samþykkt um leið. Þá var erfiðasti hlutinn eftir, þ.e. að fá greiðslumat. Mánudaginn 18.des fórum við á fund í Glitni þar sem öll gögn voru sett fram, engar tilfærslur á eignum, eða eitthvað fiff, bara allt lagt á borðið. Vægast sagt þá komum við mjög neikvæð frá þessum fundi og dagurinn nánast ónýtur. Sáum draumaíbúðina hverfa sjónum okkar. Næstu dagar fóru í stress og neikvæðni, en reyndum að fela það eins og við gátum.
Svo í morgun(föstudaginn 22. des), þá var ég á fundi í TS og fékk sms frá Elsu. Í því sms-i fékk ég þau skilaboð að: "Fengum greiðslumatið :-)" Ég gat ekki einbeitt mér meira á þeim fundi og stóð hann í klukkutíma til viðbótar. Þessar fréttir eru langbestu fréttir sem við gátum fengið núna um jólin. Elsa má alveg sleppa því að gefa mér gjöf, íbúð er alveg nóg.
Tröllakór 6-10 er framtíðarhúsnæði Brekkuselsfjölskyldunnar og munum við fá íbúðina afhenta sept/okt. Hægt er að sjá tölvumyndir á þessari vefslóð: http://www.husvirki.is/verk/trollakor/
Bendi svo á bloggið hennar Elsu ef menn vilja lesa hennar hlið á þessari upplifun í dag.
Gleðileg jól allir vinir/ættingjar og aðrir lesendur.
Tröllakórsfjölskyldan
Nú eru smá breytingar í vændum hjá okkur í Brekkuseli.
Mánudaginn 4. des sá Elsa auglýsingu á mbl.is/fasteign. Þar sá hún íbúð sem verður afhent í sept/okt. Við kíktum á málið og ég hringdi í Húsavík(fasteignasöluna), þá var íbúðin seld. Við erum að tala um ódýrar íbúðir miðað við fermetra. Við skoðuðum aðrar íbúðir og ákváðum að tékka á tveimur 4ra herbergja íbúðum. Önnur var seld þegar við sendum fyrirspurn og þá var bara efsta hæðin eftir. Eftir smá umhugsun ákváðum við að senda inn kauptilboð, sem var samþykkt um leið. Þá var erfiðasti hlutinn eftir, þ.e. að fá greiðslumat. Mánudaginn 18.des fórum við á fund í Glitni þar sem öll gögn voru sett fram, engar tilfærslur á eignum, eða eitthvað fiff, bara allt lagt á borðið. Vægast sagt þá komum við mjög neikvæð frá þessum fundi og dagurinn nánast ónýtur. Sáum draumaíbúðina hverfa sjónum okkar. Næstu dagar fóru í stress og neikvæðni, en reyndum að fela það eins og við gátum.
Svo í morgun(föstudaginn 22. des), þá var ég á fundi í TS og fékk sms frá Elsu. Í því sms-i fékk ég þau skilaboð að: "Fengum greiðslumatið :-)" Ég gat ekki einbeitt mér meira á þeim fundi og stóð hann í klukkutíma til viðbótar. Þessar fréttir eru langbestu fréttir sem við gátum fengið núna um jólin. Elsa má alveg sleppa því að gefa mér gjöf, íbúð er alveg nóg.
Tröllakór 6-10 er framtíðarhúsnæði Brekkuselsfjölskyldunnar og munum við fá íbúðina afhenta sept/okt. Hægt er að sjá tölvumyndir á þessari vefslóð: http://www.husvirki.is/verk/trollakor/
Bendi svo á bloggið hennar Elsu ef menn vilja lesa hennar hlið á þessari upplifun í dag.
Gleðileg jól allir vinir/ættingjar og aðrir lesendur.
Tröllakórsfjölskyldan

2 Comments:
TIL HAMINGJU!!! Þú ert snillingur.
Við getum bara næstum því komið beint í kaffi þegar við komum heim.
Skúli og Ásta
Frábært!!! Ótrúlega gaman að heyra. Það verður gaman að koma í heimsókn þegar ég kem heim næst.
Post a Comment
<< Home