Ævintýrin með ferjuna - partur 2
Þegar við vorum komin aftur á hraðbrautina og ég sá fyrsta skilti að SO, þá vorum við komin í djúpan skít. Ég varð því að gefa vel í, 160km/klst var ekki óvanaleg tala í mælaborðinu. Þegar ég hélt að við værum búin að ná upp töpuðum tíma og ættum að ná ferjunni svona milli 5-1omín í brottför, komum við að einnar akreinar vegi og þar var hámarkshraði ekki mikið meira en 80 km/klst og svoldil umferð. Ég sá klukkuna smella æ nær 16.00 og var alltaf að reikna út miðað við hvaða hraða ég var á og hvað var langt eftir. Í nokkuð langan tíma, þá sáum við engin skilti með SO. Svo loks sá ég eitt og þá voru 17km eftir og klukkan 15.49. Því mundi ekki duga að keyra á 80km/klst til að ná ferjunni. Nú tók við æsilegasti kafli ferðarinnar, keyrt framúr hverjum bílnum á fætur öðrum, keyrt hratt í gegnum litla bæi. Þetta er hlutur sem ég mun aldrei aftur gera, sérstaklega þar sem Ari Þröstur sat aftur í. Hjartað á mér var á fullu allan tímann, ég ákvað samt að láta ekki á því bera og reyndi að vera rólegur, sérstaklega þar sem Elsa var líka róleg. 7 km síðar þá var klukkan orðinn 15.57. Við vorum þá aðeins farin að opna okkur, ég gat ekki lengur verið rólegur á yfirborðinu og Elsa greinilega ekki heldur, við vorum orðin mjög stressuð því ef við misstum af ferjunni þá þyrftum við að bíða í 3 tíma og myndum ekki koma til Álaborgar fyrr en á miðnætti og það yrði rosalega vont fyrir Ara Þröst, sérstaklega í nýju umhverfi.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home