October 30, 2006

Vísó og Mýrin

Vísindaferð

Þegar við fórum á Haustdaginn í síðasta mánuði, þá galgopaði ég við annan mann um hversu mikilvægt væri að vanda sig við undirbúning á Vísindaferð. Strax vikuna á eftir vorum við Örn boðaðir á fund þar sem við fengum það verkefni að undirbúa vísindaferð. Nemendur tölvunarfræði HR og HÍ voru á leiðinni. Við lögðum til að framkvæmdastjórinn myndi stytta fyrirlestur sinn úr 20-25 mín í 10-15 mín. Í aðrar 10-15 mín lögðum við til að stm myndi segja frá því hvað er gaman að vinna hjá fyrirtækinu og hvað fyrirtækið gerir fyrir stm. Svo þarf að vera nóg af mat og mikið úrval af áfengi. Svo settum við upp íþróttamót fyrir nemendurna. Skemmst er frá því að segja að þetta gekk eins og í sögu, þau meira segja canceluðu rútu sem átti að sækja þau og ákváðu að vera lengur og á eigin kostnað pöntuðu þau sér leigubíl þegar þau vildu fara. Hér að neðan má sjá myndir af vísindaferðinni og stutt samantekt frá nemendum HR.
Nú er bara að vona að þau sæki um hjá TS, þar sem setið er um tölvunarfræðinema í dag. http://www.studentafelag.is/tviund/?p=117

Mýrin

Fjölskyldan hennar Elsu fór á Mýrina í gærkvöldi og ég með að sjálfsögðu. Myndin er mjög góð og mæli ég með henni. Sögusviðið er á suðurnesjum og í Reykjavík. Það var reyndar gaman fyrir okkur Elsu að við keyrðum allt reykjanesið í sumar og þekktum alla þessa staði sem myndin var tekin á. Myndin var vel leikin og fékk ég ekki þennan kjánahroll sem maður fær stundum þegar maður er að horfa á þessar íslensku leiknu kvikmyndir. Það er samt eitt sem fór alveg svakalega í taugarnar á mér. Það er tónlistin, Baltasar féll í sígilda íslenska gryfju. Það er að nota skuggalega íslenska kórtónlist meira minna alla myndina. Það gerði að mínu mati myndina verri. En af 5 stjörnum gef ég henni 3,5(hálf stjarna í mínus fyrir tónlist og svo verður maður að gefa henni hálfa stjörnu því hún er íslensk).

Jæja þarf að fara að vinna.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rosalega er nú gott fyrir fyrirtækið þitt að hafa mann eins og þig um borð. Ég er alveg viss um að kostnaðurinn við þessa vísindaferð borgar sig strax til baka með fjölda umsókna.

Það munar nú um þú hafir reynsluna í drykkju og vísindaferðum ;-) Og svo segja menn að maður læri ekkert af þessum ferðum!

8:48 AM  
Blogger Arnar said...

He he he nákvæmlega :-) Maður man alltaf eftir bestu vísindaferðunum og leit upp til þeirra fyrirtækja. Ég vildi að þessir nemendur myndu eftir TS eins og ég man eftir góðum vísindaferðum.

Þakka hrósið Kári minn.

9:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir stuðpeppskveðjuna - hún alveg svínvirkaði. Ég held að þú sért nú í einhverjari djamm nostalgíu vegna þessara vísindaferðar hahaha... - "Þú skalt minnast sumartímans á Íslandi og partýanna sem gátu enst alla nóttina að því það var svo gaman."....

kv. Ásta
P.s. Gracemerestrætis fjölskyldunni verður líka oft hugsað til ykkar - sérstaklega finnst okkur vanta nýjar myndir af prinsinum (og kannski nokkrar of ykkur meiga fylgja með) á barnaland

7:02 AM  

Post a Comment

<< Home