Sunnudagsfærsla
Smá update á keppninni. Nú eru 10 í keppninni og það þýðir 32þús í sigurlaun fyrir þann sem nær hlutfallslegum mestum árangri.
Ég er búinn að æfa alla daga nema á föstudaginn(veikur heima). Í gær fór ég í fótbolta með KB banka mönnum, spiluðum 3 á 3 og fékk ég góða brennslu út úr því, en böggull fylgir skammrifi, því ég tognaði aftan á læri. Ég veit ekki hvað maður er lengi að jafna sig á svoleiðis, en ég tími ekki að sleppa sunnudagsboltanum, ég ætla að ákveða mig seinna í dag hvort ég fari eða ekki.
FH eru Íslandsmeistarar í fótbolta og ÍA hélt sér uppi, gott hjá þeim. Grindavík og ÍBV féllu, samt unnu ÍBV síðasta leikinn 2-0 og alveg týpískt að það lið sem er búið að tapa vinnur síðasta leikinn.
Svo gerði ManUtd jafntefli við "íslendingaliðið" Reading. Ekki sérstakur leikur hjá mínum mönnum, Reading varðist vel með Ívar Ingimarsson sem klett í vörninni.
Jæja nú ætla ég að vinna smá.
Ég er búinn að æfa alla daga nema á föstudaginn(veikur heima). Í gær fór ég í fótbolta með KB banka mönnum, spiluðum 3 á 3 og fékk ég góða brennslu út úr því, en böggull fylgir skammrifi, því ég tognaði aftan á læri. Ég veit ekki hvað maður er lengi að jafna sig á svoleiðis, en ég tími ekki að sleppa sunnudagsboltanum, ég ætla að ákveða mig seinna í dag hvort ég fari eða ekki.
FH eru Íslandsmeistarar í fótbolta og ÍA hélt sér uppi, gott hjá þeim. Grindavík og ÍBV féllu, samt unnu ÍBV síðasta leikinn 2-0 og alveg týpískt að það lið sem er búið að tapa vinnur síðasta leikinn.
Svo gerði ManUtd jafntefli við "íslendingaliðið" Reading. Ekki sérstakur leikur hjá mínum mönnum, Reading varðist vel með Ívar Ingimarsson sem klett í vörninni.
Jæja nú ætla ég að vinna smá.

1 Comments:
Sæll vinur
Þakka fyrir að bjarga okkur í boltanum á lau, þú stóðst þig með prýðum!!
Ég er ennþá að hlæja yfir fallinu mikla hehe
Annars verð ég að segja að ég er ósáttur með okkar menn sem ætla ekki að rífa sig upp úr aumingjaskapnum og vinna "litlu" liðin í deildinni.
Haltu svo áfram að æfa þig, þú ert á góðu róli
Post a Comment
<< Home