IT/2, hjól, pool, golf
Það hefur mikið gerst undanfarnar vikur. Of langt mál að rekja það sérstaklega, ætla að stikla á stóru í næstu bloggum mínum.
Í vinnunni hef ég tekið að mér verkefnastjórn í innleiðingu á upplýsingatæknikerfinu IT/2. Það er áhættu- og fjárstýringarkerfi fyrir sparisjóðina. Þetta þýðir um 60-80% aukning við það sem ég var áður að gera. Ég hét því reyndar þegar ég var að skoða mig um í leit að nýju starfi að ég skyldi ekki vinna meira en 8 tíma á dag. En þar sem þetta er svo skemmtilegt verkefni þá langar mig mikið til að eyða meiri tíma í vinnunni til að takast á við þetta.
Ég skráði mig í golfklúbb setbergs fyrir sumarið og verð að segja að ég hef ekki verið duglegur að mæta að golfast, það bara hefur ekki verið tími né veður(reyndar engin afsökun með veðrið). Ég meira að segja hef lækkað í forgjöf :-(
Annars hef ég aukið þekkingu mína í pool-i, það var nefnilega sett upp aðstaða í vinnunni þar sem starfsfólk getur spilað pool, fótboltaspil og pílu. Einnig er breiðtjald, dvd og fullt af stöðvum. Það er svo með sanni hægt að segja að þetta hafi aukið gæði vinnustaðarins til muna....
Við hjónin keyptum okkur hjól í vor. Strax byrjaði ég að hjóla í vinnuna og hafði mikið gaman af. Við keyptum að sjálfsögðu stól fyrir Ara Þröst og fórum í hjólatúra með honum. Það er þvílík unun að fara með honum, því þetta er eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir, hann reyndar endist ekki lengi. Svo ætlaði ég að hjóla í vinnuna eins oft og ég gæti, en veðrið hefur sett strik í reikninginn og hjólin verið vanrækt. Úr því á að bæta núna.
Jæja læt þetta nægja í bili,
p.s. ég ætla að blogga í nokkrum pörtum það sem ég hef verið latur við að blogga.
Í vinnunni hef ég tekið að mér verkefnastjórn í innleiðingu á upplýsingatæknikerfinu IT/2. Það er áhættu- og fjárstýringarkerfi fyrir sparisjóðina. Þetta þýðir um 60-80% aukning við það sem ég var áður að gera. Ég hét því reyndar þegar ég var að skoða mig um í leit að nýju starfi að ég skyldi ekki vinna meira en 8 tíma á dag. En þar sem þetta er svo skemmtilegt verkefni þá langar mig mikið til að eyða meiri tíma í vinnunni til að takast á við þetta.
Ég skráði mig í golfklúbb setbergs fyrir sumarið og verð að segja að ég hef ekki verið duglegur að mæta að golfast, það bara hefur ekki verið tími né veður(reyndar engin afsökun með veðrið). Ég meira að segja hef lækkað í forgjöf :-(
Annars hef ég aukið þekkingu mína í pool-i, það var nefnilega sett upp aðstaða í vinnunni þar sem starfsfólk getur spilað pool, fótboltaspil og pílu. Einnig er breiðtjald, dvd og fullt af stöðvum. Það er svo með sanni hægt að segja að þetta hafi aukið gæði vinnustaðarins til muna....
Við hjónin keyptum okkur hjól í vor. Strax byrjaði ég að hjóla í vinnuna og hafði mikið gaman af. Við keyptum að sjálfsögðu stól fyrir Ara Þröst og fórum í hjólatúra með honum. Það er þvílík unun að fara með honum, því þetta er eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir, hann reyndar endist ekki lengi. Svo ætlaði ég að hjóla í vinnuna eins oft og ég gæti, en veðrið hefur sett strik í reikninginn og hjólin verið vanrækt. Úr því á að bæta núna.
Jæja læt þetta nægja í bili,
p.s. ég ætla að blogga í nokkrum pörtum það sem ég hef verið latur við að blogga.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home