August 09, 2006

Ævintýrin með ferjuna - partur 3

Jæja, 15.59 og 3km að ferjunni. Og loksins 16.01 kominn að ferjunni, nema að við þurftum að fara í gegnum borgunarhliðið. Þar sáum við að ferjan var ennþá við bryggju. Við sáum strák hlaupa inn í borgunarskýlið og teygði sig út úr skýlinu og veifaði okkur að koma að því. Svo í æsingi bað hann okkur um bókunarnúmerið, svo fór hann í símann og talaði einhverja dönsku sem ég skildi ekki, eina sem ég skildi á látbragði hans var að hann var að athuga hvort við næðum að komast um borð. Í leiðinni vorum við að borga og hann að baða út höndum um kortið okkar. Svo lagði hann á, lét okkur fá kvittun og sagði á dönsku "flýtið ykkur, flýtið ykkur". Þá tók annar maður við okkur sem baðaði líka út höndunum og var að leiða okkur að skipinu og inn í það. Við vorum svo stressuð og mikið adrenalín í gangi að maður var með bílinn út um allt, tilbúinn á bensíninu og kúplingunni. Svo um leið og við komum inn í bátinn, þá meina ég um leið, lagði skipið af stað. Ef við hefðum komið 50 sek seinna, hefðum við misst af skipinu, þetta var rosalegt. Mæli sem sagt með að fólk gefi sér alltaf meiri tíma en það heldur og jafnvel enn meiri tíma en það.
Meira um DK ferðina seinna

0 Comments:

Post a Comment

<< Home