Millimæling og hvalveiðar
Millimæling
Á föstudaginn kom Sölvi Fannar og mældi okkur í vinnunni, fyrir lítinn 800 kall(það má alveg gagnrýna það verð). En niðurstaðan úr þeirri mælingu var aldeilis tilefni til að fagna. Ég hef sem sagt lést um 5,2 kg og þar af eru 4,7 kg fita og 0,5 vöðvamassi. Ég hef svo misst 4 cm í mitti og 4 cm yfir rassinn :-) ég er yfir mig ánægður yfir þessari niðurstöðu og nú er bara að halda áfram á sömu braut. Fituprósentan fór úr 24,62% í 20,28%, sem sagt 4,34% lækkun sem gerir 18% árangur :-)
Hvalveiðar
Á miðvikudaginn voru samþykkt lög um að hvalveiðar á Íslandi væru heimilaðar á ný. Það var kominn tími til segi ég nú bara. Í gær, föstudag, var svo fyrsti hvalurinn veiddur. Það var langreið. Í dag, sunnudaginn 22. október, var hvalurinn fluttur að hvalstöðinni og hann skorinn. Ég ætla að fara núna á eftir og kíkja á herlegheitinn, því þetta var stór partur af minningu okkar bræðra þegar við fórum fjörðinn í heimsókn til ömmu og afa á Leirá. Mamma og pabbi unnu bæði þarna og hittust í fyrsta skiptið. Það var alltaf gaman að fylgjast með þegar hvalurinn var skorinn og vona ég að Ari Þröstur fái að njóta sömu upplifunar og ég naut. Veidd var langreið sem þykir betri en hrefnan, en þessi tiltekna langreið var um 63 fet sem þykir of stór, svo var hún líka grönn þannig að kjötið þykir ekki nógu gott fyrir heimamarkað.
Á föstudaginn kom Sölvi Fannar og mældi okkur í vinnunni, fyrir lítinn 800 kall(það má alveg gagnrýna það verð). En niðurstaðan úr þeirri mælingu var aldeilis tilefni til að fagna. Ég hef sem sagt lést um 5,2 kg og þar af eru 4,7 kg fita og 0,5 vöðvamassi. Ég hef svo misst 4 cm í mitti og 4 cm yfir rassinn :-) ég er yfir mig ánægður yfir þessari niðurstöðu og nú er bara að halda áfram á sömu braut. Fituprósentan fór úr 24,62% í 20,28%, sem sagt 4,34% lækkun sem gerir 18% árangur :-)
Hvalveiðar
Á miðvikudaginn voru samþykkt lög um að hvalveiðar á Íslandi væru heimilaðar á ný. Það var kominn tími til segi ég nú bara. Í gær, föstudag, var svo fyrsti hvalurinn veiddur. Það var langreið. Í dag, sunnudaginn 22. október, var hvalurinn fluttur að hvalstöðinni og hann skorinn. Ég ætla að fara núna á eftir og kíkja á herlegheitinn, því þetta var stór partur af minningu okkar bræðra þegar við fórum fjörðinn í heimsókn til ömmu og afa á Leirá. Mamma og pabbi unnu bæði þarna og hittust í fyrsta skiptið. Það var alltaf gaman að fylgjast með þegar hvalurinn var skorinn og vona ég að Ari Þröstur fái að njóta sömu upplifunar og ég naut. Veidd var langreið sem þykir betri en hrefnan, en þessi tiltekna langreið var um 63 fet sem þykir of stór, svo var hún líka grönn þannig að kjötið þykir ekki nógu gott fyrir heimamarkað.

0 Comments:
Post a Comment
<< Home