August 09, 2006

Ævintýrin með ferjuna - partur 1

Við vorum varla lent á Kastrup að við vorum komin í "drífa okkur" gírinn. Málið var nefnilega þannig að við ætluðum beint til Álaborgar með ferju í gegnum Árósa. Við pöntuðum með 16.00 ferjunni frá Sjællands Odden, sem er á norð-vestur sjálandi. Við lentum á Kastrup 13.15. Þeir á Kastrup voru eitthvað óákveðnir hvert þeir ætluðu að setja farangurinn okkar, því Íslendingar áttu að sækja farangurinn á bandi nr. 1, svo nr. 4 og loks á bandi nr. 8, sem er reyndar fyrir stóran farangur(þar var kerran hans Ara Þrastar). Við ákváðum áður en við lögðum af stað til DK að fá okkur bílaleigubíl(sáum sko ekki eftir því). Eftir að hafa sótt bílaleigubílinn, áttuðum við okkur á því að við höfðum 1 klst og 20 mín til að komast að ferjunni. Okkur var sagt að það tæki um 1 klst og 30 mín miðað við um 100km/klst, s.s. tæp á að ná ferjunni.
Frá fyrsta skilti að Sjællands Odden(sem ég kalla nú SO), reiknaði ég út hvað ég yrði lengi og hvað ég kæmist marga km á mín. Eftir 20 km sá ég að með 120km/klst ætti ég að ná að vera kominn 15 mín fyrir brottför. Ég ákvað samt að þyngja bensínfótinn aðeins til að eiga meiri tíma inni ef eitthvað kæmi uppá(t.d. skipta á Ara). Jæja allt í góðu og ég reiknaði sífellt að við ættum að komast á góðum tíma. Þegar um 80 km voru eftir og við búin að keyra hraðbrautina í um 40 mín, þurftum við að fara hjáleið. Við héldum að þetta væri týpísk íslensk hjáleið, bara stutt. Nei nei, í um 25 mín vorum við að keyra á um 80km/klst.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home