September 05, 2006

Ari Þröstur 2 ára og Ísland á EM

Frábær laugardagurinn 2. september.
Fann skrítna tilfinningu á laugardaginn þegar Ari Þröstur, barnið mitt, strákurinn minn, erfinginn varð 2 ára. Hann er farinn að tala mikið og að ná slíkum samskiptum við barnið sitt er alveg ótrúlega góð tilfinning.
Á laugardaginn gerðist ótrúlegur viðburður, í annað skiptið í sögu íslenskrar knattspyrnu, vann landsliðið fyrsta leik sinn í undankeppni EM. Norður-Írar lutu í lægra haldi gegn Íslandi 0-3. Nú er bara að fara að bóka miða á EM í Austuríki-Sviss.
Á sunnudaginn byrjaði fótboltinn aftur, ég ætlaði mér nú ekki að vera með en ákvað að slá til. Ég var ekki að láta mikið á mér kræla og var frammistaðan eftir því.

Hlakka til næsta miðvikudags, þegar Magna kvöld verður. Reyndar byrjar sjónvarpsáhorfið með leik Íslands og Dana, að sjálfsögðu verður maður að gera ráð fyrir tapi hjá Íslandi svo gleðin verði sætari, því ekki er gaman að búast við sigri og tapa svo leiknum.

Nóttin er ung, allavega hjá mér,
Góða nótt kæru lesendur, munið, gestabókin er öllum opin.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Var það út af þessu sem rúmmið var svona kalt í nótt?
Ohh ekkert ER á miðvikudaginn :-(

3:03 PM  
Blogger Arnar said...

Ef ég fæ miða á leikinn þá geturu horft á ER. Svo erum við líka með Rúv+ ástin mín ;-)

9:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hmm nei get ekki horft á RUV+ því þá er rockstar, nenni ekki að horfa á skjárinn+ því þá þarf ég að fara svo seint að sofa.

Þú verður bara að redda miðum ;-)

9:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu nú mig!! Ég ætlaði að fara að lesa 3 comment og þá er það ekkert nema þið hjónakornin að deila um sjónvarpsfjarstýringuna :-)

Annars til hamingju með drenginn.

8:01 AM  

Post a Comment

<< Home