Verðlaun - Argentína
Um helgina var Haustdagur TS. Við byrjuðum snemma á laugardagsmorgun og fórum að Bláa Lóninu. Komum okkur fyrir í Eldborg, sem er hitaveituhús Suðurnesja. Við byrjuðum í leikjum úti og komum svo í Eldborg og fengum fyrirlestra og hádegismat. Eftir hádegismat fórum við í hópastarf og upp úr 5 komu makarnir og við hresstum okkur við í Bláa Lóninu. Svo fengum við okkur dýrindismat og opin bar. TS á heiður skilið fyrir frábæran dag, þar sem makar voru velkomnir. Einn fyrirlestur stendur upp úr þessari ferð, það var fyrirlestur frá Sölva Fannar einkaþjálfara með meiru. Hann endaði sinn fyrirlestur á því að bjóða okkur fitumælingu og ummálsmælingu. Þessi mæling var fyrirhuguð í dag. Ingþór vinnufélagi fékk þá frábæru hugmynd að hefja keppni, því Sölvi ætlar að koma eftir 8 vikur og mæla aftur. Því ákváðum ég, Ingþór, Svavar og Örn að keppa um mestan árangur og verðlaunin út að borða á Argentínu og allir hinir kæmu með.
Við fórum svo í mælingu í dag og skemmst frá því að segja að flestir reyndu að fita sig fyrir keppnina, ég t.d. fékk mér tvo kebab, einn hlölla, fór á hamborgarabúlluna og hámaði í mig sælgæti og þetta frá 2 aðfaranótt sunnudags til sunnudagskvölds. Þetta skilaði mér 24,6% fituprósentu!!!!!! Keppinautar mínir fengu eftirfarandi mælingu: Örn(9,8%), Svavar(19%) og Ingþór(22%). Svo hafa tveir aðrir bæst við í keppninni, það eru Árni Haukur og Pálmi, þeir fara í mælingu á morgun.
Mikil keppni hefur færst í mannskapinn og til að mynda eru menn að plana að koma fyrir freistingum á skrifborðum hvers annars, einn hefur talað við einkaþjálfara til að fá sem mestar upplýsingar án þess að deila þeim.
Þetta verður rosa spennandi og gaman að sjá hvernig við verðum eftir 8 vikur.
Jæja best að fara að drekka prótein sheik.
Við fórum svo í mælingu í dag og skemmst frá því að segja að flestir reyndu að fita sig fyrir keppnina, ég t.d. fékk mér tvo kebab, einn hlölla, fór á hamborgarabúlluna og hámaði í mig sælgæti og þetta frá 2 aðfaranótt sunnudags til sunnudagskvölds. Þetta skilaði mér 24,6% fituprósentu!!!!!! Keppinautar mínir fengu eftirfarandi mælingu: Örn(9,8%), Svavar(19%) og Ingþór(22%). Svo hafa tveir aðrir bæst við í keppninni, það eru Árni Haukur og Pálmi, þeir fara í mælingu á morgun.
Mikil keppni hefur færst í mannskapinn og til að mynda eru menn að plana að koma fyrir freistingum á skrifborðum hvers annars, einn hefur talað við einkaþjálfara til að fá sem mestar upplýsingar án þess að deila þeim.
Þetta verður rosa spennandi og gaman að sjá hvernig við verðum eftir 8 vikur.
Jæja best að fara að drekka prótein sheik.

3 Comments:
Djöf.. líst mér vel á þetta hjá ykkur. Ég vildi að minn vinnustaður myndi gera svona . . . en nei þeirra hugmynd um æfingu er að lyfta bjórflösku að munninum.
Þú verður að standa þig og vera duglegur að láta vita á blogginu hvernig gengur . . . annars sagði mér einhver verkfræðingur einhvertíman að það væri hægt að plata þessi tæki, eitthvað með að halda fast eða laust svo straumurinn fari hægar/hraðar í gegn.
Þetta er reyndar klípa, sem á að vera betri mæling.
Það eru fleiri sem hafa bæst í keppnina og er verðlaunaféð komið í 24þús kall. Allt inneign á Argentínu, það verður stór vindill og dýrasta vískíið eftir stærstu og flottustu steikina....
Humm . . . 24þús á Argentínu. Það verður sem sagt
Arnar byrjar: 24% fita
Æfing í nokkrar vikur: 2% fita
Eftir mat á Argentína: 52% fita
Gangi þér allavega vel með þetta, ótrúlegt en satt langar mig allt í einu í vindil þegar les þetta.
Post a Comment
<< Home