Nýyrði
Mér hefur alltaf fundist gaman að finna upp á nýjum orðum og heyra nýyrði hjá öðrum.
Hér að neðan koma nýyrði sem ég hef heyrt hjá öðrum og samið með öðrum:
Hér að neðan koma nýyrði sem ég hef heyrt hjá öðrum og samið með öðrum:
- Daghæð - sú hæð í húsi sem mestum tíma er eytt á daginn, t.d. eldhús, stofa og jafnvel sjónvarpshol. Heyrt fyrst hjá Millu.
- Feðratæknir - hér er átt við pabba sem tekur feðraorlof. Ástæða fyrir þessu orði á sér aðdraganda, því hvaða pabbi, sem hefur tekið feðraorlof, þekkir ekki þá spurningu þegar hringt er í viðkomandi: "Var ég nokkuð að vekja þig, varstu sofandi kannski?". Það er því fyrirfram gert ráð fyrir því að við pabbarnir séum bara í fríi og gerum ekkert þegar við tökum feðraorlof. Feðratæknir hefur hins vegar þau áhrif að fólki finnst manni frekar vera að vinna eitthvað. Samið af Ella.(sjá http://ellisoprano.blogspot.com/ undir Pabbamálaráðherra)
- Kvaðrungur - þetta er eiginlega milli þess að vera þriðjungur og fjórðungur. Þetta á við t.d. þegar talað er um þyngdir eða stærðir. Hægt væri t.d. að segja að tiltekinn fiskur sé kvaðrungur. Samið af Magga, Skúla og Arnari.
- Framkvæmdaforvitni - virkilega skemmtilegt orð, hér er átt við þá sem t.d. keyra í sunnudagsbíltúrnum og sjá svo framundan kvikmyndagerðafólk að störfum, bílstjórinn og jafnvel aðrir farþegar hægja á sér til að geta horft á og fylgst með hvað sé að gerast. Sem sagt framkvæmdaforvitni eru þeir sem sjá framkvæmdir og vilja forvitnast um hvað sé að gerast. Elsa kom með þetta.
Ef fleiri hafa nýyrði til að deila þá væri gaman að sjá þau hér.

4 Comments:
Ég á einkaréttinn á framkvæmdaforvitni.
Eftir að hafa spilað Scrabble með Skúla þá er ég viss um að hann lumi á nokkrum nýyrðum.
Hvað með andfætla, sem þýðir þá á Íslandi, ástrali - ef einhver skilur hvað ég á við.
Púúú, segi ég bara eins og Grikkirnir, ertu alveg andlaus andfætlingur Skúli minn. Ég veit þú getur betur en þetta.
Við vinkonurnar notuðum kalla og palla soldið. Palli er vinur, og kalli er kalli klíningur (fólk sem maður losnar ekki við). Svo var fólk krúnk ef það var leiðinlegt en pipp ef það var skemmtilegt en þetta eru gamalyrði. Vorum rosa gelgjur.
Nýjast orðið yfir maí er vetur :-)
Reyndar heyrði ég nýtt orð um daginn matarlistamaður, ég held að ég teljist í þeim flokki :-)
Menntari er sá sem er alltaf í námi.
Framsóknar maður er sá sem er í sókn í fram.
Samfylking = hópsex
Sjálfstæðismaður = rúnkari
Frjálslyndir = kynlíf fyrir greiðslu
Vinstri grænir = óspjallaðir sveinar eða meyjar
Eyþór er náttúrulega nýjasta orðið. Eigum tið að taka leigubíl eða Eyþór. (Mig grunar að E. Arnalds hafi lesið of mikið Harry Potter)
Post a Comment
<< Home