September 24, 2006

Sunnudagsfærsla

Smá update á keppninni. Nú eru 10 í keppninni og það þýðir 32þús í sigurlaun fyrir þann sem nær hlutfallslegum mestum árangri.
Ég er búinn að æfa alla daga nema á föstudaginn(veikur heima). Í gær fór ég í fótbolta með KB banka mönnum, spiluðum 3 á 3 og fékk ég góða brennslu út úr því, en böggull fylgir skammrifi, því ég tognaði aftan á læri. Ég veit ekki hvað maður er lengi að jafna sig á svoleiðis, en ég tími ekki að sleppa sunnudagsboltanum, ég ætla að ákveða mig seinna í dag hvort ég fari eða ekki.

FH eru Íslandsmeistarar í fótbolta og ÍA hélt sér uppi, gott hjá þeim. Grindavík og ÍBV féllu, samt unnu ÍBV síðasta leikinn 2-0 og alveg týpískt að það lið sem er búið að tapa vinnur síðasta leikinn.

Svo gerði ManUtd jafntefli við "íslendingaliðið" Reading. Ekki sérstakur leikur hjá mínum mönnum, Reading varðist vel með Ívar Ingimarsson sem klett í vörninni.

Jæja nú ætla ég að vinna smá.

September 20, 2006

Kex og lakkrís

Heilsukeppnin hefur skaapað mikla umræður í vinnunni. Núna erum við 7 sem keppum um hver nær mestu hlutfallslegum árangri. Í verðlaun eru 24.000 krónur sem má bara nota þegar við förum allir saman á Argentínu um miðjan nóvember.

Í gærmorgun þegar ég mætti til vinnu var opinn kexpakki á borðinu mínu og grunaði mig hver stæði á bak við það. Í morgun var svo skál með glænýjum og lyktandi lakkrís. Þetta er greinilega bara byrjunin.

Nú þarf ég að finna uppá álíka brögðum og beita þeim á mína keppinauta svo þeir falli í freistingar.

September 18, 2006

Verðlaun - Argentína

Um helgina var Haustdagur TS. Við byrjuðum snemma á laugardagsmorgun og fórum að Bláa Lóninu. Komum okkur fyrir í Eldborg, sem er hitaveituhús Suðurnesja. Við byrjuðum í leikjum úti og komum svo í Eldborg og fengum fyrirlestra og hádegismat. Eftir hádegismat fórum við í hópastarf og upp úr 5 komu makarnir og við hresstum okkur við í Bláa Lóninu. Svo fengum við okkur dýrindismat og opin bar. TS á heiður skilið fyrir frábæran dag, þar sem makar voru velkomnir. Einn fyrirlestur stendur upp úr þessari ferð, það var fyrirlestur frá Sölva Fannar einkaþjálfara með meiru. Hann endaði sinn fyrirlestur á því að bjóða okkur fitumælingu og ummálsmælingu. Þessi mæling var fyrirhuguð í dag. Ingþór vinnufélagi fékk þá frábæru hugmynd að hefja keppni, því Sölvi ætlar að koma eftir 8 vikur og mæla aftur. Því ákváðum ég, Ingþór, Svavar og Örn að keppa um mestan árangur og verðlaunin út að borða á Argentínu og allir hinir kæmu með.
Við fórum svo í mælingu í dag og skemmst frá því að segja að flestir reyndu að fita sig fyrir keppnina, ég t.d. fékk mér tvo kebab, einn hlölla, fór á hamborgarabúlluna og hámaði í mig sælgæti og þetta frá 2 aðfaranótt sunnudags til sunnudagskvölds. Þetta skilaði mér 24,6% fituprósentu!!!!!! Keppinautar mínir fengu eftirfarandi mælingu: Örn(9,8%), Svavar(19%) og Ingþór(22%). Svo hafa tveir aðrir bæst við í keppninni, það eru Árni Haukur og Pálmi, þeir fara í mælingu á morgun.
Mikil keppni hefur færst í mannskapinn og til að mynda eru menn að plana að koma fyrir freistingum á skrifborðum hvers annars, einn hefur talað við einkaþjálfara til að fá sem mestar upplýsingar án þess að deila þeim.
Þetta verður rosa spennandi og gaman að sjá hvernig við verðum eftir 8 vikur.

Jæja best að fara að drekka prótein sheik.

September 05, 2006

Ari Þröstur 2 ára og Ísland á EM

Frábær laugardagurinn 2. september.
Fann skrítna tilfinningu á laugardaginn þegar Ari Þröstur, barnið mitt, strákurinn minn, erfinginn varð 2 ára. Hann er farinn að tala mikið og að ná slíkum samskiptum við barnið sitt er alveg ótrúlega góð tilfinning.
Á laugardaginn gerðist ótrúlegur viðburður, í annað skiptið í sögu íslenskrar knattspyrnu, vann landsliðið fyrsta leik sinn í undankeppni EM. Norður-Írar lutu í lægra haldi gegn Íslandi 0-3. Nú er bara að fara að bóka miða á EM í Austuríki-Sviss.
Á sunnudaginn byrjaði fótboltinn aftur, ég ætlaði mér nú ekki að vera með en ákvað að slá til. Ég var ekki að láta mikið á mér kræla og var frammistaðan eftir því.

Hlakka til næsta miðvikudags, þegar Magna kvöld verður. Reyndar byrjar sjónvarpsáhorfið með leik Íslands og Dana, að sjálfsögðu verður maður að gera ráð fyrir tapi hjá Íslandi svo gleðin verði sætari, því ekki er gaman að búast við sigri og tapa svo leiknum.

Nóttin er ung, allavega hjá mér,
Góða nótt kæru lesendur, munið, gestabókin er öllum opin.