April 18, 2006

Sumardagurinn fyrsti

Bestu kaup mín til þessa.... í síðustu viku fórum við Maggi og keyptum sitthvoran flakkarann(Maggi ætlar reyndar að gefa sinn í ammlisgjöf, en fær sér örugglega einn sjálfur seinna). Með þessum kaupum get ég sagt upp áskrift af stöð2(þeirri rándýru sjónvarpsstöð). Því ég er með alla nýjustu 24 þættina ásamt mörgum fleiri góðum þáttum.
Svo er hægt að horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist. Þetta kostaði rétt rúmlega 22þús. Þannig að nú get ég sagt upp stöð 2 sem kostar um 4þús pr. mán þannig að eftir rúma 5 mán er þetta búið að borga sig upp :-D

Við vorum heima alla páskana og þurftum bara að elda á skírdag(þá fengum við mömmu og systkyni og fjölskyldu þeirra í rósmarín og hvítlauks læri). Hina dagana vorum við í mat hjá foreldrum Elsu, systir Elsu og Pabba mínum. Við lifðum hinu ljúfa lífi og hvíldumst vel. Náðum að horfa á nokkra þætti af flakkaranum og eina bíómynd, Cheaper by the dozen 2. Hún var allt í lagi, fær 2,5 af 5.

Það er komið sumar í fjölskylduna, í dag ætla ég að kaupa sandkassa handa Ara Þresti, sem á að vera sumargjöfin handa honum. Þetta er skjaldbökusandkassi og er með loki(það er nauðsynlegt, svo að helv... kettirnir pissi ekki þar og skíta).
Sumardaginn fyrsta verður svo farin ísbíltúr og er búið að ákveða að skella sér í fjörðinn til þessa, það er gamli Skalli sem verður fyrir valinu því þar er hægt að setjast með ísinn(Elsa er svo mikill sóði þegar hún borðar ís!!!)

Bless bless vetur!!!!

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll gamli og til hamingju með fjárfestinguna, annars er ég þess fullviss að þú eigir eftir að nýta sandkassann meira heldur en flakkarann, það er bara þannig. Annars sammála þér með sumrið, það er alveg kominn tími á það. Svo þarf ég að sækja eitthvað efni til þín fljótlega

4:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ómar! þú ert velkominn að sækja sand(í sandkassann þinn).

Þeir sem vilja koma og fá bíómyndir og þætti eru líka velkomnir.

1:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Flakkarinn?? Ég er svo útlenskur að ég hélt að svona apparat héti afruglari?

Annars má sumarið alveg fara að koma hér í Danmörku, vægast sagt lítið borið á sól hér.

7:11 AM  

Post a Comment

<< Home