Gullmolinn
Sælinú!
Tók mér smá bloggpásu.
Verð að lofa bílinn sem ég græddi þegar ég byrjaði með Elsu.
Renault Clio 1999 árg. Við fórum með hann í skoðun um daginn, það er skemmst frá því að segja að hann stóðst ekki skoðun. Fór með hann til Jóa frænda(þetta er reyndar ekki frændi minn, þetta er frændi hans Skúla), hann lappaði upp á það sem vantaði og flaug í gegnum skoðun.
Málið er að við fengum lánaðan jeppann hjá tengdó, þau skruppu í smá ferðalaga til USA og fóru þaðan í siglingu. Ég komst að því að Gullmolinn(eins og hann er kallaður) er bara mjög góður bíll, það er t.d. miklu betra stýrimannsklefinn í honum en jeppanum og líka Toyota Avensis(mömmu bíll). Mjög sparneytinn og ótrúlega rúmgóður.
Annars er það nú planið hjá okkur að fjárfesta í öðrum bíl, en við ætlum að bíða aðeins með það í bili.
Fyrir tveimur vikum fórum við í æðislegt brúðkaup hjá Magga og Millu, þau giftu sig í Fríkirkjunni í Hfj. og veislan var að Hótel Glym í Hvalfirði. Ég fékk það skemmtilega hlutverk að mynda brúðkaupið og veisluna í bak og fyrir. Ég var reyndar svoldið stressaður, því ég vildi standa mig vel. Brúðhjónin stóðu sig bæði mjög vel og sögðu bæði já!
Mæli með Hótel Glym, mjög fallegt hótel með potti og fallegu umhverfi.
Nóg í bili, er að stelast að skrifa í vinnunni.
Tók mér smá bloggpásu.
Verð að lofa bílinn sem ég græddi þegar ég byrjaði með Elsu.
Renault Clio 1999 árg. Við fórum með hann í skoðun um daginn, það er skemmst frá því að segja að hann stóðst ekki skoðun. Fór með hann til Jóa frænda(þetta er reyndar ekki frændi minn, þetta er frændi hans Skúla), hann lappaði upp á það sem vantaði og flaug í gegnum skoðun.
Málið er að við fengum lánaðan jeppann hjá tengdó, þau skruppu í smá ferðalaga til USA og fóru þaðan í siglingu. Ég komst að því að Gullmolinn(eins og hann er kallaður) er bara mjög góður bíll, það er t.d. miklu betra stýrimannsklefinn í honum en jeppanum og líka Toyota Avensis(mömmu bíll). Mjög sparneytinn og ótrúlega rúmgóður.
Annars er það nú planið hjá okkur að fjárfesta í öðrum bíl, en við ætlum að bíða aðeins með það í bili.
Fyrir tveimur vikum fórum við í æðislegt brúðkaup hjá Magga og Millu, þau giftu sig í Fríkirkjunni í Hfj. og veislan var að Hótel Glym í Hvalfirði. Ég fékk það skemmtilega hlutverk að mynda brúðkaupið og veisluna í bak og fyrir. Ég var reyndar svoldið stressaður, því ég vildi standa mig vel. Brúðhjónin stóðu sig bæði mjög vel og sögðu bæði já!
Mæli með Hótel Glym, mjög fallegt hótel með potti og fallegu umhverfi.
Nóg í bili, er að stelast að skrifa í vinnunni.

4 Comments:
Hann er 2000 árgerð.
vííí,
Þá vitum það það, Arnar er konan í sambandinu, blár bíll rauður bíll. Þú hefur pottþétt þurft að spyrja til um hvaðá týpa bíllinn er hehe.
Ánægður með að sjá að þú ert farinn að blogga aftur stattu þg nú strákur ;)
Þá ætti ég að vera með brjóst.... hí hí hí hí, ég verð að tékka á því.
hahah talið þið hjónaleysin bara saman í gegnum athugasemdadálka og gestabækur á heimasíðum????
Fólkið fyrir neðan
Post a Comment
<< Home