February 21, 2006

Til hamingju Ísland...

Um helgina fór ég í bústaða ferð með félögum úr Tradition, þetta eru Þorbjörn, Björn, Grétar og Tóti.
Það var mikið stuð og mikið gaman, við spiluðum BUZZ sem er algjör snilldar leikur, Þorbjörn eldaði roastbeef ofan í mannskapinn og að venju...... skot og mark!(til hamingju með barnið meðan ég man....)
Við horfðum spenntir á úrslitin í Evrósvisjón og kom okkur ekkert á óvart að Silvía vann, spurningin er bara hvort að hún nái að rugla í evrópubúum eins og hún hefur ruglað í okkur og á endanum fengið 70% á sitt band....

Vikan er búin að vera erfið, Elsa er núna búin að vera veik í 11 daga(með 40 stiga hita á hverjum degi). Að öllum líkindum er um inflúensu að ræða og getur tekið allt að 10 dögum. Ari Þröstur losnaði við gifsið á hádegi á föstudaginn. Við tókum daginn í frí eftir það og glöddum Elsu þegar heim var komið með "láttu þér batna" blómum.... það tókst samt ekki :-(

Ég stefndi að því að fjalla aðeins um mál múslima og teiknimyndanna og vangaveltur um stríð. Þetta var vegna þess að mér fannst allt ólgandi í ósætti og múslimar að nýta sér þetta mál til að koma af stað múgæsingi meðal múslima gagnvart vesturlöndum. Svo eru það vesturlönd sem kunna ekkert betur en að gera grín að hvort öðru og sjálfu sér, sem ýtir undir hatrið hjá múslimum. Mig langaði bara að kanna hjá gestum síðunnar hvort menn teldu hættu á því ef ráðist yrði á t.d. Danmörk í formi hryðjuverka, hvort hin norðurlöndin myndu standa saman í baráttu gegn þeim löndum sem að því standa.

Annars er nú eitt mál sem var sláandi um helgina er þátturinn Kompás, ég hef aldrei horft á hann, en síðasti þáttur var svakalegur. Þar beittu þeir tálbeitu til að koma á fundi 13 ára stúlku(sjálfsagt verið eldri stúlka sem lék tálbeituna) og karlmönnum sem höfðu áhuga á að kynnast henni betur, sjálfsagt með kynlíf í huga. Þeir sýndu fund um 5-8 manna en blurruðu þá til að þeir þekktust ekki. Það sem manni finnst svakalegast við þetta er hversu margir virðast vera áhugasamir um þetta. Hvað fær menn til að leita í svona ungar stúlkur. Ég bara spyr. Það er líka áhyggjuefni að vita hvort þetta viðgangist hér á landi, þ.e. að ungar stúlkur séu að prufa sig svona áfram á netinu og fari svo og hitti eldri karlmenn(sem eru allt að 60-70 ára gamlir, manni blöskrar gjörsamlega).

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það kæmi mér nú ekki á óvart ef það yrði hryðjuverka árás hér í Danmörku. Annars höfum við PET (Politets Efterretningstjeneste) hér í Danmörku sem hefur verið að gera góða hluti gegn skipulagðri glæpastarfssemi og (vona ég) hryðjuverkum.

8:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er loksins komin með heilsu til að skoða bloggið þitt. En um leið og blómin drápust, þá kom heilsan ;-)

3:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Á ekkert að blogga nema á ársfjórðungsfresti?, þú ert full fastur í fjármálastjórastöðunni, má líta á þetta sem Q1 uppgjör ;)

1:46 PM  

Post a Comment

<< Home