February 01, 2006

Ari Þröstur í gifsi

Hélduð þið að ég hefði gefist upp á blogginu???? Góð ágiskun, en ég ætla ekki að gefast upp.

Ég gerði reyndar heiðarlega tilraun um daginn að setja ferðasögu okkar Elsu til London, en hún var svo löng að kerfið hafnaði henni(því mun ég stikla á stóru hér). Við fórum á fimmtudaginn 12.jan og komum aftur aðfaranótt þriðjudagsins 17.jan. Þetta var afslöppunarferð, verslunarferð og skoðunarferð. Við sáum Lion King sýninguna og borðuðum á tveimur mjög góðum veitingastöðum, Asia de cuba(sem við ákváðum áður en við fórum til London, vegna góðra meðmæla og fær staðurinn 5 stjörnur af 5) og svo ítalski pizzastaðurinn Spacca Napoli(sem við fórum óvart á og fær hann 5 stjörnur af 5).

Þegar heim var komið hófst ég handa við að prufa allar græjurnar sem ég fékk í ammlisgjöf og sem ég keypti úti(handfrjálsan búnað, dvd diska, playstation leikir o.m.fl.). Við Elsa keyptum þrjá leiki úti, Need for speed 2, Fifa og Buzz. Síðastnefnda leikinn höfum við Elsa spilað nokkuð og er hann frábær. Valið stóð á milli Buzz og singstar og er Buzz alveg ótvíræður sigurvegari að okkar mati, þrátt fyrir að hafa ekki prufað singstar. Nú er nýr Buzz á leiðinni, kemur í apríl.

Vinnan gengur ágætlega fyrir sig, ég er að koma mér fyrir og lesa mig til um Flexcube. Þetta kerfi er samkeppniskerfi við SAP, á Íslandi er í raun enginn sem kann almennilega á Flexcube, það er bara svona almenn þekking hjá nokkrum. En mitt hlutverk er að kunna almennilega á kerfið til að finna út hvort að það séu einhverjir möguleikar á að nýta það frekar.

Ari Þröstur er búinn að vera svoldið oft veikur. Frá því á mánudag hefur hann farið tvisvar til dagmömmu og ældi slími á mánudaginn 23.jan og svo aftur alvöru gubbi 25.jan. Eftir helgina sáum við að grunur Elsu um eyrnabólgu var á rökum reistur og við pöntuðum tíma hjá barnalækni til að hefja pensilínmeðferð. Hjá lækninum kom engin ummerki um eyrnabólgu og hann fann enga ástæðu fyrir veikindunum. Hins vegar spurði hann okkur af hverju Ari vildi ekki labba. Eftir smá skoðun sendi hann okkur í rannsókn á bráðmóttöku barna til að ath með sýkingu í beini(ferðin var heldur betur búinn að snúast frá grun um eyrnabólgu í skoðun á mjöðminni). Ekkert kom úr rannsóknum og við send heim(þetta var á mánudaginn 30.jan). Svo daginn eftir var hann enn ófáanlegur til að labba og við búinn að greina að áverkinn var í ökla þannig að það var aftur farið á bráðamóttöku. Nú kom brot í beini í ljós(eins lítið brot og hugsast getur) og engin sýking. Ari Þröstur er því núna í gifsi og getur ekkert hreyft sig greyið.

Áfram Ísland!!!!
Ísland vann rússamaskínuna í gallabuxunum(þjálfarinn er víst alltaf í gallabuxum) í gær. Algjör snilld, ég hlustaði á lýsinguna upp á spítala í gegnum símann og það var gaman að geta fylgst með völtun Íslands yfir björninum.
Nú er bara að vona að Ísland vinni Normenn og komist þannig áfram í undanúrslit. Ég hugsa að við töpum á móti Króötum 30-31.

Jæja þetta er gott í bili.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður var næstum farinn að gefast upp á að koma hérna. Jæja þegar þú póstar þá póstar þú allavega ekki lítið :-) Annars verður þú að prófa Singstar, kom mér skemmtilega á óvart. Bið að heilsa litla kút og vonandi losnar hann bráðum úr gifsinu.

11:44 AM  

Post a Comment

<< Home