7.janúar - Þrítugur
Dúndrandi og dúndrandi og dúndrandi......
Auðvitað tileinka ég þessari síðu öllum mínum vinum
Þetta var nú aldeilis meiriháttar gaman á laugardaginn. Síðustu gestirnir fóru 6.30 og var Elsa svo dugleg allan tímann að á þeim tíma var nánast allt drasl komið í svarta ruslapoka(þeir urðu 4 í það heila) og búið að vaska allt upp.
Það er líka lýsandi fyrir stemmninguna að klukkan 3 fóru fyrstu gestirnir, fyrir utan 4 sem fóru rétt um miðnætti. Það voru því um 30 manns í fluggír um þrjú leytið. Ég bið nágranna mína hér með afsökunar á þeim truflunum sem gætu hafa orðið!!!!
Það er gaman að segja frá því að allt sterkt áfengi kláraðist, en það var slatti til að bjór, þannig að nú er nóg til ef góðir gestir berja að dyrum óvænt. Þó ældi enginn né drapst, það munaði reyndar litlu, það þótti einum gott að dotta í eldhúsinu(bara þreyttur!!). Mokítóinn var mjög vinsæll hjá gestum og mátti sjá hverjir neyttu þess drykk, því ekki var fyrir rörum að fara og lafði því myntulauf um munnvik mokító svalglara.
Tjaldið vakti mikla lukku, ég þakka Magga, Teit og Ómari fyrir að aðstoða mig við að setja það upp og taka það niður. Grillaðir pulsur ala Maggi virkuðu eins og vítamínssprautur... svo kláraðist gasið áður en pulsurnar kláruðust þannig að nú verða pulsur í hvert mál...
Að gamni ætla ég að rifja upp hvað mínir góðu vinir færðu mér að gjöf:
Auðvitað tileinka ég þessari síðu öllum mínum vinum
Þetta var nú aldeilis meiriháttar gaman á laugardaginn. Síðustu gestirnir fóru 6.30 og var Elsa svo dugleg allan tímann að á þeim tíma var nánast allt drasl komið í svarta ruslapoka(þeir urðu 4 í það heila) og búið að vaska allt upp.
Það er líka lýsandi fyrir stemmninguna að klukkan 3 fóru fyrstu gestirnir, fyrir utan 4 sem fóru rétt um miðnætti. Það voru því um 30 manns í fluggír um þrjú leytið. Ég bið nágranna mína hér með afsökunar á þeim truflunum sem gætu hafa orðið!!!!
Það er gaman að segja frá því að allt sterkt áfengi kláraðist, en það var slatti til að bjór, þannig að nú er nóg til ef góðir gestir berja að dyrum óvænt. Þó ældi enginn né drapst, það munaði reyndar litlu, það þótti einum gott að dotta í eldhúsinu(bara þreyttur!!). Mokítóinn var mjög vinsæll hjá gestum og mátti sjá hverjir neyttu þess drykk, því ekki var fyrir rörum að fara og lafði því myntulauf um munnvik mokító svalglara.
Tjaldið vakti mikla lukku, ég þakka Magga, Teit og Ómari fyrir að aðstoða mig við að setja það upp og taka það niður. Grillaðir pulsur ala Maggi virkuðu eins og vítamínssprautur... svo kláraðist gasið áður en pulsurnar kláruðust þannig að nú verða pulsur í hvert mál...
Að gamni ætla ég að rifja upp hvað mínir góðu vinir færðu mér að gjöf:
- Utanlandsferð til London (one way ticket) frá Elsu... grín!
- Playstation
- Rakvél
- Bækur eftir Símon Jón vin minn
- Karöflur(vín og vatn) og glös
- Vín
- Vindil og vindlaskera
- Gjafabréf í Nevedabob - verður að golfpoka, hinn er víst eitthvað skítugur!!!! helvítis skurðurinn í setbergi....
- Peli og meðfylgjandi
- ég held ég gleymi engu, en ef svo er þá vona ég að mér sé fyrirgefið gleymskuna... ég er nú kominn á gamalsaldur!!!!

3 Comments:
Go addibaby Go... til hamingju með ammlið og vertu velkominn í tölu eldri og vitrari manna. Hrikalegt að hafa ekki komist í partíið en það er nú svona þegar maður býr í útlöndum. Við tökum annann í ammæli einhverntímann við tækifæri. UgoBoy!!! :)
Já innilega til hamingju með ammmlið elsku kúturinn :O)
Við erum náttlega menn með viti og veljum mánuð með viti""!""
Og þú ert hér með boðinn í ammlið mitt þann 29unda ... Verð að vísu kannski bissí uppá fæðó en það verður bara ammlisbónus ;)
Þrusukveðja héðan úr heija norge...
Neih - Þrítugur! Til hamingju með það gamli! Mikið rosalega er fólk að verða gamalt í kringum mann ;)
Kærar kveðjur úr Litla Læk
Berglind "Emil" & co.
Post a Comment
<< Home