April 27, 2006

Reiðhjól nútímans

Ég er búinn að ákveða að kaupa reiðhjól. Hugmyndin er að ég hjóli í vinnuna og sæki svo strákinn til dagmömmu. Þá fæ ég mér barnastól á hjólið.
Ég fór rúnt í gær að skoða hjól og kostnað. Þar sem Elsa ætlar að fá sér hjól líka erum við að tala um kostnað á bilinu 85-110þús, það er með afslætti.
Á Amazon.com get ég keypt allan pakkan á um 60-70þús og þá betri hjól. Nú er spurningin hvort maður eigi að taka sénsinn og bíða í 4 vikur eða kýla á alltof dýr hjól hér heima?
Svo er annað í þessu, sölumennirnir eru að tala um mikinn mun milli hjóla. Ég man nú þegar maður var á muddyfoxinum í gamla daga, mín minning er sú að þessi hjól sem ég prufaði í gær(þá ódýrustu hjólin) voru miklu betri. Sem segir mér það að algjör óþarfi er að kaupa dýrustu hjólin þegar maður ætlar bara að vera að hjóla með fjölskyldunni.
Svo man ég líka þegar ég var í DK þá keypti maður bara ódýrt hjól og komst allra sinna leiða og var mjög ánægður með það.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Flakkari er(Kári). Þá er það box sem geymir harðan disk og keyrir fæla eins og bíómyndir, sjónvarpsþætti, myndir, tónlist o.þ.h. í gegnum sjónvarpið. Svo getur maður bara farið með flakkarann hvert á land sem er og tengt hann hvaða monitor sem er(jæja liggur við).

April 18, 2006

Sumardagurinn fyrsti

Bestu kaup mín til þessa.... í síðustu viku fórum við Maggi og keyptum sitthvoran flakkarann(Maggi ætlar reyndar að gefa sinn í ammlisgjöf, en fær sér örugglega einn sjálfur seinna). Með þessum kaupum get ég sagt upp áskrift af stöð2(þeirri rándýru sjónvarpsstöð). Því ég er með alla nýjustu 24 þættina ásamt mörgum fleiri góðum þáttum.
Svo er hægt að horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist. Þetta kostaði rétt rúmlega 22þús. Þannig að nú get ég sagt upp stöð 2 sem kostar um 4þús pr. mán þannig að eftir rúma 5 mán er þetta búið að borga sig upp :-D

Við vorum heima alla páskana og þurftum bara að elda á skírdag(þá fengum við mömmu og systkyni og fjölskyldu þeirra í rósmarín og hvítlauks læri). Hina dagana vorum við í mat hjá foreldrum Elsu, systir Elsu og Pabba mínum. Við lifðum hinu ljúfa lífi og hvíldumst vel. Náðum að horfa á nokkra þætti af flakkaranum og eina bíómynd, Cheaper by the dozen 2. Hún var allt í lagi, fær 2,5 af 5.

Það er komið sumar í fjölskylduna, í dag ætla ég að kaupa sandkassa handa Ara Þresti, sem á að vera sumargjöfin handa honum. Þetta er skjaldbökusandkassi og er með loki(það er nauðsynlegt, svo að helv... kettirnir pissi ekki þar og skíta).
Sumardaginn fyrsta verður svo farin ísbíltúr og er búið að ákveða að skella sér í fjörðinn til þessa, það er gamli Skalli sem verður fyrir valinu því þar er hægt að setjast með ísinn(Elsa er svo mikill sóði þegar hún borðar ís!!!)

Bless bless vetur!!!!

April 03, 2006

Hákon 30, Hljómsveitin Hraun og Ferming Helgu

Nælisú,

Á föstudaginn fór ég til Hákonar í ammli. Það var sérdeilis prýðilegt, Hákon var mjög kátur og glaður með daginn, skein í hverja einustu tönn. Það kom svo á daginn að ákveðinn bumbubúi hefur gert sér hreiður í maga Sveinu - Til hamingju með það Hákon digri!!!!
Annars var ákveðin þema hjá okkur Hákoni, við áttum mikið sameiginlegt með þessari helgi, vorum náttúrulega á sama stað á föstudagskvöldið, en á laugardagskvöldið var hann á leið í ammli eða árshátíð(allavega djamm) og svo sunnudaginn var hann bókaður í fermingu.
Hjá mér var annað þrítugs ammli og það hjá Stefáni, kærasta Heiðu, frænku Elsu. Þar spilaði hljómsveitin Hraun af stakri snilld og mæli ég eindregið með þeirri gæða hljómsveit. Linda barnapía passaði fyrir okkur hjónaleysurnar og stoppuðum við stutt við hjá Stebba.
Á sunnudaginn var svo komið að fermingu. Við ákváðum að mæta ekki fyrr en Ari Þröstur væri búinn að taka minnst einn og hálfan tíma í blund. Eins og venja á sunnudögum fékk ég símhringingu um að það vantaði mann í bolta, þetta sinn var Hákon á línunni, nýkominn í ferminguna sína og tjá mér að það vantaði mann fyrir Andra. En hann ákvað svo mér til mikillar ánægju að taka málið að sér og jafnvel fá Tandra bróður sinn með sér.
Jæja nóg með það, fermingin var í því góða húsi Valhöll(sjálfstæðishúsið). Þar komum við í anddyri þar sem stóð Ferming Helga 02.04. Við opnuðum dyrnar og fyrsta andlitið sem ég sá innst í salnum var enginn annar en margumræddur og elskulegur vinur minn hann Hákon!!!!
Já ótrúlegt en satt, þá er búið að binda okkur Hákon fjölskylduböndum. Systir hans Hákonar er móðir Helgu og systir mín er fósturmóðir Helgu.
Þetta vakti mikla athygli í veislunni og með eindæmum týpískt fyrir okkar Ísland.

Svo til að toppa þessa helgi þá vann ManUtd og Chelsea gerði jafntefli => 7 stiga munur