May 12, 2006

Nýyrði

Mér hefur alltaf fundist gaman að finna upp á nýjum orðum og heyra nýyrði hjá öðrum.
Hér að neðan koma nýyrði sem ég hef heyrt hjá öðrum og samið með öðrum:

  • Daghæð - sú hæð í húsi sem mestum tíma er eytt á daginn, t.d. eldhús, stofa og jafnvel sjónvarpshol. Heyrt fyrst hjá Millu.
  • Feðratæknir - hér er átt við pabba sem tekur feðraorlof. Ástæða fyrir þessu orði á sér aðdraganda, því hvaða pabbi, sem hefur tekið feðraorlof, þekkir ekki þá spurningu þegar hringt er í viðkomandi: "Var ég nokkuð að vekja þig, varstu sofandi kannski?". Það er því fyrirfram gert ráð fyrir því að við pabbarnir séum bara í fríi og gerum ekkert þegar við tökum feðraorlof. Feðratæknir hefur hins vegar þau áhrif að fólki finnst manni frekar vera að vinna eitthvað. Samið af Ella.(sjá http://ellisoprano.blogspot.com/ undir Pabbamálaráðherra)
  • Kvaðrungur - þetta er eiginlega milli þess að vera þriðjungur og fjórðungur. Þetta á við t.d. þegar talað er um þyngdir eða stærðir. Hægt væri t.d. að segja að tiltekinn fiskur sé kvaðrungur. Samið af Magga, Skúla og Arnari.
  • Framkvæmdaforvitni - virkilega skemmtilegt orð, hér er átt við þá sem t.d. keyra í sunnudagsbíltúrnum og sjá svo framundan kvikmyndagerðafólk að störfum, bílstjórinn og jafnvel aðrir farþegar hægja á sér til að geta horft á og fylgst með hvað sé að gerast. Sem sagt framkvæmdaforvitni eru þeir sem sjá framkvæmdir og vilja forvitnast um hvað sé að gerast. Elsa kom með þetta.

Ef fleiri hafa nýyrði til að deila þá væri gaman að sjá þau hér.