January 21, 2007

2007 stefnir í gott ár

Skrifuðum undir kaupsamninginn á föstudaginn, þvílík hamingja, staðfest á pappír að við höfum eignast okkar fyrstu fasteign. LOKSINS kominn inn á fasteignamarkaðinn, hefur kostað okkur mikla þolinmæði, en svo sannarlega borgað sig.
Fórum strax að skoða innréttingarnar, blöndunartækin, eldhústækin, flísarnar og baðkarið. Sjáum strax að við þurfum mjög líklega að fjárfesta í stærra baði, Húsvirki fór svoldið ódýrt með því vali. Annað var nú nokkuð ásættanlegt. Valið á við fyrir innréttinguna erum við Elsa nokkuð sammála um. Kirsuberjaviðurinn lítur að okkar mati best út. Valið stendur á milli kirsuberjaviðs, eikar, beiki og maghony.

Annars var helgin nokkuð góð, föstudagurinn var fínn, Elsa bauð okkur feðgunum góðan bóndadag og bauð okkur um kvöldið út að borða á Eldsmiðjuna. Seinna um kvöldið fór ég til Ómars í póker þar sem kvöldið endaði snögglega hjá mér þegar bara "allt í einu" mér fór að líða eitthvað illa og fór heim. Ómar sagði mér svo að ég ásamt ónefndum manni hefðum tveir staðið uppi með spilapeningana(reyndar ég með mun minna en þessi ónefndi).
Laugardagurinn gat ekki byrjað betur þegar Chelsea var lagt af Liverpool(ég fagna ekki oft þegar livpool gengur vel en þetta var sætt). Svo var Ástralíu skellt af Íslandi. Um kvöldið fórum við í "Thanskgiving" kvöldverð hjá yfirmanni Elsu. Frábær framleiðsla að vanda hjá þeim.
Sunnudagurinn var kannski meira svarti dagur helgarinnar. Ísland tapaði, ManUtd tapaði(naumlega) og ég fékk 6 stig af 14 mögulegum í fótboltanum. En ég fékk gleðifréttir meðan ég horfði á leik ManUtd og Arsenal þannig að dagurinn reddaðist, reyndar bara staðfesting á því að árið 2007 lítur út fyrir að verða frábært ár fyrir mig og mína fjölskyldu.

Elsa er farin í háttinn og ég ætla að elta hana.

January 07, 2007

1. árs ammæli

Nú er ég búinn að vera með bloggsíðu í eitt ár. 28 færslur hafa litið dagsins ljós.

Þetta hófst allt saman með áskorun og ákveðnum kaflaskilum. Þrítugsaldurinn færðist yfir með tilheyrandi glensi félaganna. En svo fóru þeir á fertugsaldurinn og hefndist þeim fyrir þeirra glens. Aðrir fá sinn skammt þegar þeirra tími kemur!!!

Annars héldum við Elsa upp á 31. dag ævi minnar með því að skreppa á Lækjarbrekku. Þann stað mæli ég eindregið með. Við fengum okkur sitthvora réttina. Elsa bragðaði á humarveislu, sem samanstóð af frábærri humarsúpu, þeirri bestu sem við höfum smakkað. Í aðalrétt fékk hún þrjár tegundir af humar, djúpsteiktan(sístur af þeim þremur sem hún fékk), í tartalettu með grænmeti og sósu(virkilega girnilegt og bragðgott, kom sérstaklega á óvart hvað aspars kom vel út með þessum rétti) og svo var það grillaðir humarhalar(sem var langbesti rétturinn, heppnaðist eins og best verður á kosið).
Ég lagði í 4 rétta val kokksins á forrétti. Það samanstóð af lambatrufflé(of sætt með lambi fyrir minn smekk), hörpuskel(klikkar aldrei), reiktur lax(góður, en mjög plain) og svo hreindýra carpaccio(virkilega gott með kettasalati og sjávarsalti). Í aðalrétt fékk ég svo hreindýrasteik. Hún var sérlega bragðgóð og var vel úti látin eins og flestir af þeim réttum sem við fengum. Það fór á endanum þannig að ég leyfði helmingi af mínum rétti og Elsa kláraði um 3/4 af sínum, ég kláraði svo hennar disk, til að fá smakk.
Í eftirrétt fékk Elsa sér ís og ég djúpsteiktan camembert(sem var óvenjulega gott).
Þjónustan var einnig frábær. Af 5 stjörnum segi ég að Lækjarbrekka fái 4,5.
Hefði ekki getað hugsað mér betri stað til að halda uppá ammlið mitt.