November 20, 2006

8 vikur liðnar

Já það var sprennuþungin síðasta vika.
8 vikna líkamræktarkeppninni lauk á föstudaginn með hátíðlegri athöfn á Argentínu steikhúsi.
Þar voru úrslitin kynnt af Sölva Fannari einkaþjálfara.
Hann byrjaði á því að hrósa okkur fyrir frábæran árangur og eiginlega einstakan árangur, þar sem hann sagðist ekki hafa séð svona flottan árangur.
En mín niðurstaða var sú að ég lækkaði mína fituprósentu úr 24,62% í 16,82%, eða lækkun upp á 7,8%. Hann nefndi svo að þetta þýddi 37,3% prósent lækkun á fitumassa. Þyngdin lækkaði úr 86,3 í 79,8 kg. Þetta þýðir að ég jók vöðvamassann um 1,4 kg.
Tvær mælingar voru gerðar á ummáli, þ.e. mjaðmir og mitti.
Mjaðmir fóru úr 106 cm í 101 cm.
Mitti úr 97 cm í 93 cm.

Þetta er frábær árangur þó ég segi sjálfur frá og myndi duga til sigurs í flestum keppnum, en í þessari keppni dugði þetta í 4.sæti :-( Sigurvegarinn, Ingþór, lækkaði fitumassa sinn um 50% fór úr 22% í 12% og 2.sætið fór úr 9,9% í 5,4%(sem er náttúrulega bara brjálæði), hann heitir Örn.

Fréttahorni lýkur hér með.

November 02, 2006

Sílikonbrjóst borga sig upp á 2 árum!!!!!!

Verð að deila þessari grein með ykkur.
Greinarhöfundur er viðskiptafræðimenntaður og nam viðskiptafræði í HÍ á sama tíma og ég.
Þetta er með skemmtilegri umræðum um sílikonbrjóst og rösktuðning við þeim sem ég hef séð.

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10531