October 30, 2006

Vísó og Mýrin

Vísindaferð

Þegar við fórum á Haustdaginn í síðasta mánuði, þá galgopaði ég við annan mann um hversu mikilvægt væri að vanda sig við undirbúning á Vísindaferð. Strax vikuna á eftir vorum við Örn boðaðir á fund þar sem við fengum það verkefni að undirbúa vísindaferð. Nemendur tölvunarfræði HR og HÍ voru á leiðinni. Við lögðum til að framkvæmdastjórinn myndi stytta fyrirlestur sinn úr 20-25 mín í 10-15 mín. Í aðrar 10-15 mín lögðum við til að stm myndi segja frá því hvað er gaman að vinna hjá fyrirtækinu og hvað fyrirtækið gerir fyrir stm. Svo þarf að vera nóg af mat og mikið úrval af áfengi. Svo settum við upp íþróttamót fyrir nemendurna. Skemmst er frá því að segja að þetta gekk eins og í sögu, þau meira segja canceluðu rútu sem átti að sækja þau og ákváðu að vera lengur og á eigin kostnað pöntuðu þau sér leigubíl þegar þau vildu fara. Hér að neðan má sjá myndir af vísindaferðinni og stutt samantekt frá nemendum HR.
Nú er bara að vona að þau sæki um hjá TS, þar sem setið er um tölvunarfræðinema í dag. http://www.studentafelag.is/tviund/?p=117

Mýrin

Fjölskyldan hennar Elsu fór á Mýrina í gærkvöldi og ég með að sjálfsögðu. Myndin er mjög góð og mæli ég með henni. Sögusviðið er á suðurnesjum og í Reykjavík. Það var reyndar gaman fyrir okkur Elsu að við keyrðum allt reykjanesið í sumar og þekktum alla þessa staði sem myndin var tekin á. Myndin var vel leikin og fékk ég ekki þennan kjánahroll sem maður fær stundum þegar maður er að horfa á þessar íslensku leiknu kvikmyndir. Það er samt eitt sem fór alveg svakalega í taugarnar á mér. Það er tónlistin, Baltasar féll í sígilda íslenska gryfju. Það er að nota skuggalega íslenska kórtónlist meira minna alla myndina. Það gerði að mínu mati myndina verri. En af 5 stjörnum gef ég henni 3,5(hálf stjarna í mínus fyrir tónlist og svo verður maður að gefa henni hálfa stjörnu því hún er íslensk).

Jæja þarf að fara að vinna.

October 22, 2006

Millimæling og hvalveiðar

Millimæling

Á föstudaginn kom Sölvi Fannar og mældi okkur í vinnunni, fyrir lítinn 800 kall(það má alveg gagnrýna það verð). En niðurstaðan úr þeirri mælingu var aldeilis tilefni til að fagna. Ég hef sem sagt lést um 5,2 kg og þar af eru 4,7 kg fita og 0,5 vöðvamassi. Ég hef svo misst 4 cm í mitti og 4 cm yfir rassinn :-) ég er yfir mig ánægður yfir þessari niðurstöðu og nú er bara að halda áfram á sömu braut. Fituprósentan fór úr 24,62% í 20,28%, sem sagt 4,34% lækkun sem gerir 18% árangur :-)

Hvalveiðar

Á miðvikudaginn voru samþykkt lög um að hvalveiðar á Íslandi væru heimilaðar á ný. Það var kominn tími til segi ég nú bara. Í gær, föstudag, var svo fyrsti hvalurinn veiddur. Það var langreið. Í dag, sunnudaginn 22. október, var hvalurinn fluttur að hvalstöðinni og hann skorinn. Ég ætla að fara núna á eftir og kíkja á herlegheitinn, því þetta var stór partur af minningu okkar bræðra þegar við fórum fjörðinn í heimsókn til ömmu og afa á Leirá. Mamma og pabbi unnu bæði þarna og hittust í fyrsta skiptið. Það var alltaf gaman að fylgjast með þegar hvalurinn var skorinn og vona ég að Ari Þröstur fái að njóta sömu upplifunar og ég naut. Veidd var langreið sem þykir betri en hrefnan, en þessi tiltekna langreið var um 63 fet sem þykir of stór, svo var hún líka grönn þannig að kjötið þykir ekki nógu gott fyrir heimamarkað.

October 15, 2006

Matvælaverð og brúðkaup

Matvælaverð
Ísland í dag var með athyglisverða könnun sem þeir sögðu frá á föstudaginn. Þar báru þeir saman matarverð, miðað við lækkun, við matarverð í öðrum löndum og sögðu að þessi lækkun væri bara dropi í hafið. Þetta finnst mér ekki rétt. Ég væri til í að reikna út hlutfall meðallauna og meðalverð matarkörfu. Svo bera þetta hlutfall við sambærilegt hlutfall annarra landa, þá ættum við að fá út stöðu matvælaverðs á Íslandi miðað við önnur lönd.

Brúðkaup
Nú stendur yfir undirbúningur á brúðkaupi okkar Elsu, sem verður 21.júlí 2007. Við höfum ákveðið kirkju, Leirá(þar sem mamma ólst upp og amma býr í dag). Svo erum við að skoða staði sem koma til greina undir veisluna. Á bloggsíðu Elsu verða nýjar upplýsingar um skipulag brúðkaupsins. www.elsamagga.blogspot.com.

Ble í bili